föstudagur, september 30, 2005

Góðan daginn!

Góðan daginn krakka rmínir þennan fagra föstudagsmorgunn.
Vil bara minna á hittinginn annað kvöld, enginn má gleyma (Sigrún mín, þetta er allt saman með ráðum gert, vert þú bara heim að leika húsmóður.)
Allir mæta með sitt, vonast til að bróðir hennar Hædíjar komist ekki í matarboðið svo við getum veirð heima hjá henni annars verðum við bara að vera í bílskúrnum heima hjá mér eða út í garði hjá Evu.
Aaaaaaanyways, kiddós, ég er farin að læra Réttarsögu....

blebbs..,
Þuríður

fimmtudagur, september 22, 2005

Well oh Well....

Jæja kiddós hvað segiði??? Hvað er planið fyrir helgina? Mitt er að fara í fyrsta tímann minn í réttarfari á morgun (telst kannski ekki með í helgarplaninu hjá ykkur en mér finnst föstudagur teljast helgi og þá líka bright and early á föstudagsmorgni...)

Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaanyways. Síðan er fótboltamót Orators sem ég veit ekki alveg hvort ég er að nenna á. Það er sem sagt 13:30. Ef einhver er til í að joina mér í fóbó og bjór á reasonable price þá WELCOME... Um kvöldið er síðan tons of free beer.... það er að segja eins lengi og birgðir endast skilst mér. Býst fastlega við að þessar birgðir verði búnar snemma þar sem laganemar eru víst mjög bjórþyrst fólk.

Eftir það er klárlega málið að rölta um bæinn, draga yngri menn á tálar og hóta að berja mann og annan... nei nei nei ég bara segi svona..... aaaahah

Var að horfa á "Leitina" mjög skrautlegt... helmingurinn af þættinum voru myndir af flugvélum, bílum eða íslensku landslagi. Ef þeir voru að leita að einhverjum hlut þá ekkert mál að segja það við hefðum alveg getað rýnt í skjáinn eftir því.. Er samt pínu spennt að sjá hvað kemur útúr þessu öllu saman. Stelpurnar virtust frekar eðlilegar ungar stúlkur og þessi eini bach sem við fengum að sjá minnti mig nú bara svoldið á hann djúpulaugar Matta... en við skulum ekki tala meir um það. Er að hugsa um að vera leiðinleg og draga mor upp á vídjóleigu og leigja svona eins og eina vellu...

bið að heilsa í bili....
...hin kyngimagnaða...

ThP

miðvikudagur, september 21, 2005

Lolly's klukk

1. Það vita ekki allir að ég er myndasögunörd! Á það til að fara í Nexus og missa mig í gleðinni

2. Þegar ég var lítil var mín heitasta ósk sú að vera vampýra. Ég meirasegja sagði vinum mínum að ég hefði verið bitin af vampýru og væri þessvegna orðin alvöru vampýra

3. Skemmtilegasti draumur sem mig hefur dreymt var um rna-sameind sem var að afrita dna sameind og mynda prótein.

4. Ég trúi ekki á Guð (en sem krakki var ég ofsatrúarmanneskja og ætlaði að verða trúboði)

5. Mig langar að lifa á humri og kampavíni það sem eftir er ævi minnar

þriðjudagur, september 20, 2005

Klukkið mitt!

1. skemmtilegasti drykkjuleikur sem ég hef farið í var með vatni. Vatn í skotglösum, samtals rúmir 2 lítrar af vatni á 1 og hálfum tíma. Hef aldrei hlegið eins mikið

2. Mér finnst jólin ekki eins hátíðleg og mér á að finnast þau. Kenni því um að fjölskyldan eyðir þeim ekki saman

3. Ég hef aldrei átt alvöru kærasta

4. Uppáhaldsmaturinn minn er gúllas

5. Það leiðinlegasta sem ég geri er að versla föt. Sérstaklega buxur, þrái að eiga minn eigin innkaupastjóra sem sér um þetta fyrir mig. Þá væri lífið hrein dásemd.

Bestu kveðjur,
Þuríður

mánudagur, september 19, 2005

If I'm not back again this time tomorrow, carry on, carry on

Stjórnarfundur Gullglyðranna Group var haldinn síðastliðið laugardagskvöld á klassastaðnum Thorvaldsen. Mæting var með eindæmum góð, mættir voru allir stjórnarmeðlimir.
Fram fór umræða um stjórnarfyrirkomulag innan fyrirtækisins og farið var yfir skipurit og deildaskipan. Ennfremur var lagt fram frumvarp að lögum um algerlegt og undanþágulaust bann við barneignum stjórnarmeðlima a.m.k. næstu 5 árin. Einhverjir ræðumenn mæltu á móti frumvarpinu til að byrja með en lokaniðurstaða málsins varð sú að frumvarpið var samþykkt af meirihluta stjórnar.
Næst á dagskrá stórfyrirtækisins er vitanlega stórafmæli deildarstjóra hönnunar- og menningasviðs. Mun það fara fram með pompi og pragt næstkomandi þriðjudagsvöld. Ekki verður tekið fram hér hvar gleðin mun fara fram vegna líklegs ágangs fjölmiðla og æstra samkeppnisaðila sem e.t.v. myndu sjá sér leik á borði og stofna til mótmæla eða múgæsingar vegna atburðarins.
Annars er lítið á dagskrá næstu vikurnar hjá Gullglyðrunum Group annað en hið daglega líf, því þó ótrúlegt megi virðast lifa flestir stjórnarmeðlimir fyrirtækisins rólegu og eðlilegu fjölskyldulífi.

lifið heil
kv. Framkvæmdastjóri Pharmacutical and Genetics department Golden Sluts Group

föstudagur, september 16, 2005

hvað er að ske?

í fyrsta skipti í fleiri þúsund ár er ég heima á föstudagskvöldi. OK það er kannski ekkert svo skrítið, en ég er ein heima á föstudagskvöldi og það er ekki snefill af áhugaverðu sjónvarpsefni...
er í ruglinu, búin að bögga alla sem eru online á msn og hlusta á alla geisladiskana mína og búin að horfa á 1 og hálfa friends seríu. Mér leiðist offissíallí.

Anyways beibís! Ætla að bera undir innkaupastjórann þetta með gullhringana, spurning um að ákveða tíma til að máta hringana og setja þá upp. Tilvalið tildæmis á þorláksmessu eða eitthvað slíkt. Svo um eða rétt eftir áramót verður undirritaður stjórnarsáttmáli Gullglyðranna group þar sem allir koma til dæmis með að undirrita samning um trúnað og þagnarskyldu.

Því næst þarf að plana New York baby næsta vor eða sumar. Hvernig þessu verur háttað, fjárhagsáætlun og svo framvegis... hver sá aftur um fjármálin? það var klárlega ekki ég, ég er með fall í stærðfræði....

ble í bili....

föstudagur, september 09, 2005

Réttarfar....

Ég er á þjóbó að lesa um réttarfar, get skki sagt það þetta sé það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur... eeeeeeeeeen jújú nálægt því. 2 gullglyðrur og 1 goldmember halda upp í leiðangur í dag.

2 gullglyðrur löggð´ af stað í leeeiiiðangur,
lipur var þeirra fótgangur!
Takturinn fannst þeim heldur tómlegur,
Svo þær tóku sér member til viðbótar.....

Aaanyways það sem ég vildi sagt hafa... hvenær er næsta stórgullglyðrumót??? hvar??? hvert??? og í hverju á ég að vera ha? sei sei....

Á eftir að sakna ykkar um helgina rúsínurassgöt..

mánudagur, september 05, 2005

LÉÉÉÉLEEEGT!!!!

Fussum svei... ljótt er að sjá (mannaþefur í helli mínum)

Djöfull eru allir lélegir að blogga. Í fysta lagi sýna skoðanakannanir að einungis 3 af hverjum 6 gullglyðrum virkir bloggarar (sem gera einn af hverjum tveimur eða einungis 50%)
Og ekki nóg með það heldur standa þessir 3 aðilar sig vægast sagt illa. Þó ekki jafn hörmulega illa og þessi fyrrnefndu 50% sem skrifa barasta minna en ekki neitt!
Og einsog það sé ekki nógu skammarlegt að hunsa það tækifæri að fá að skrifa á þessa eðal síðu, fái maður þann galvaníska heiður að vera með aðgang að henni... heldur heyrði ég það bara frá Pétri og Páli útí bæ, sem ku hafa frétt það frá sandlóu einni á suðurleið að ákveðnir meðlimir innan vébanda Gullglyðranna Group þykist ekki kannast við síðu þessa!
Þetta finnst mér regin hneyksli og ég er ekki frá því að þetta hafi verið einsog að fá rennblauta, drulluskítuga og útúrsnýtta tusku beint í smettið! ja svei!

En ekki er öll nótt úti enn kæru Golden Sluts Inc.
Sem einstaklega ljúfur einstaklingur og elskandi Gullglyðra vil ég gefa ykkur tækifæri á að bæta ráð ykkar hið snarasta!

með von um góðar viðtökur
kv.
EVE