þriðjudagur, september 20, 2005

Klukkið mitt!

1. skemmtilegasti drykkjuleikur sem ég hef farið í var með vatni. Vatn í skotglösum, samtals rúmir 2 lítrar af vatni á 1 og hálfum tíma. Hef aldrei hlegið eins mikið

2. Mér finnst jólin ekki eins hátíðleg og mér á að finnast þau. Kenni því um að fjölskyldan eyðir þeim ekki saman

3. Ég hef aldrei átt alvöru kærasta

4. Uppáhaldsmaturinn minn er gúllas

5. Það leiðinlegasta sem ég geri er að versla föt. Sérstaklega buxur, þrái að eiga minn eigin innkaupastjóra sem sér um þetta fyrir mig. Þá væri lífið hrein dásemd.

Bestu kveðjur,
Þuríður