miðvikudagur, september 21, 2005

Lolly's klukk

1. Það vita ekki allir að ég er myndasögunörd! Á það til að fara í Nexus og missa mig í gleðinni

2. Þegar ég var lítil var mín heitasta ósk sú að vera vampýra. Ég meirasegja sagði vinum mínum að ég hefði verið bitin af vampýru og væri þessvegna orðin alvöru vampýra

3. Skemmtilegasti draumur sem mig hefur dreymt var um rna-sameind sem var að afrita dna sameind og mynda prótein.

4. Ég trúi ekki á Guð (en sem krakki var ég ofsatrúarmanneskja og ætlaði að verða trúboði)

5. Mig langar að lifa á humri og kampavíni það sem eftir er ævi minnar