fimmtudagur, september 22, 2005

Well oh Well....

Jæja kiddós hvað segiði??? Hvað er planið fyrir helgina? Mitt er að fara í fyrsta tímann minn í réttarfari á morgun (telst kannski ekki með í helgarplaninu hjá ykkur en mér finnst föstudagur teljast helgi og þá líka bright and early á föstudagsmorgni...)

Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaanyways. Síðan er fótboltamót Orators sem ég veit ekki alveg hvort ég er að nenna á. Það er sem sagt 13:30. Ef einhver er til í að joina mér í fóbó og bjór á reasonable price þá WELCOME... Um kvöldið er síðan tons of free beer.... það er að segja eins lengi og birgðir endast skilst mér. Býst fastlega við að þessar birgðir verði búnar snemma þar sem laganemar eru víst mjög bjórþyrst fólk.

Eftir það er klárlega málið að rölta um bæinn, draga yngri menn á tálar og hóta að berja mann og annan... nei nei nei ég bara segi svona..... aaaahah

Var að horfa á "Leitina" mjög skrautlegt... helmingurinn af þættinum voru myndir af flugvélum, bílum eða íslensku landslagi. Ef þeir voru að leita að einhverjum hlut þá ekkert mál að segja það við hefðum alveg getað rýnt í skjáinn eftir því.. Er samt pínu spennt að sjá hvað kemur útúr þessu öllu saman. Stelpurnar virtust frekar eðlilegar ungar stúlkur og þessi eini bach sem við fengum að sjá minnti mig nú bara svoldið á hann djúpulaugar Matta... en við skulum ekki tala meir um það. Er að hugsa um að vera leiðinleg og draga mor upp á vídjóleigu og leigja svona eins og eina vellu...

bið að heilsa í bili....
...hin kyngimagnaða...

ThP