laugardagur, febrúar 18, 2006

Í kvöld...

Good day,

I am pleased to confirm your booking....

NEI NEI NEI NEI NEI

Ok.. Í kvöld:
Bergþórugatan kl 20:00,


You better be there....

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

SNJÓRNIN

Mynd fjarlægð af vefstjóra :(

mánudagur, október 31, 2005

NÓ DJÓKING KRAKKAR---eruði ekki sexý??


Fyrir næsta laugardag verður mér og Sigrúnu að batna í bakinu, Ásgeiri að batna kvefið og Ölmu að batna að minnsta kosti hluti af geðveikinni! Við erum nefninlega á leiðinni út sama hvort ykkur líkar betur eða verr. Já krakkar nó djóking, langþráður draumur er að rætast, Eva og Hædí löglega excused, þær þykjast að minnsta kosti hafa eitthvað betra að gera. en HELLO ekki þið hin. Staðfastleg mæting á laugardagskvöld hjá mein drama kvín. ÉG ER EKKI Í GRÍNINU!

Eina vísbendinginer....

Ég þoli ekki mánudag

en skánar strax við þriðjudag

í banastuði fimmtudag, og föstudag og LAUGARDAG

Ég elska stuð og helgarfrí

svolítið sukk og svínarí...

Vil svo eiga sælan sunnudag....

...og slappa af.....!!!!

sunnudagur, október 30, 2005

Jah hér!

Vóæ kiddós, er í sveitinni, legg af stað til AK eftir 19 mínútur... hörkuspennt að koma í bæinn, hér er nett að hvessa svo ég vona svona lala að ég komist í bæinn...
Er búið að vera fínt í sveitinni, læra frá morgni og fram eftir og vinna aðeins um kvöldmatarleytið fara svo til Hörpu í gær og Spila Ísland sem var frekar magnified. Lærði svo að gera heitt súkkulaði í dag svo ég er fullfær um að mixa svolis í bústaðnum. En hejda, pabbi kallar!

kv. Þuríður

þriðjudagur, október 25, 2005

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag!!!




Elsku Sigrúnin okkar á afmæli í dag :) Til hamingju elsku ástin okkar! Við getum án efa öll með hreinskilni sagt að við höfum aldrei nokkurn tímann á ævinni kynnst öðrum eins kvenkosti og henni elsku Sigrúnu... She has it all! Brains, beauty and humour! Takk fyrir góðar stundir elsku Sigrún, megi þær vera mun mun fleiri en þær hafa verið hingað til.

Kossar, knús og dásemdar afmæliskveðjur...
þínir vinir

GULLGLYÐRURNAR
Alma, Ásgeir, Eva, Hædí og Þuríður

þriðjudagur, október 18, 2005

Well oh Well....


það eeeeer komið að því.

Nokkrar glyðrur hittust á kaffihúsi í hádeginu og ræddu aktivítet nóvember mánaðar. Í ljósi þess að miss EVE slut á afmæli í Nóvember þá komumst við að þeirri niðurstöðu að halda þyrfti einhverskonar fagnað en um að gera að breyta út af venjunni í ljósi dramatíseraðra síðustu tveggja helga. (Ásgeir þér er fullkomlega leyfilegt að segja þig úr vinahópnum ef þú vilt í ljósi þess að þú situr alltaf uppi með að hugga okkur........) Aaaaaaaaaaaaanywas... við komumst semsagt að þeirri niðurstöðu að það væri bráðsniðugt að skella sér í sumó svona 1 - 2 nætur eftir því hvað fólki finnst henta sér. Snillingurinn Hædí slut getur fengið bústað í gegnum verkalýðsfélagið á skít og ingen ting. Snilldin er sú að hann er rétt fyrir utan borgarmörkin og því auðveldara fyrir fólk að koma og fara eins og því hentar. Hin idealíska dagskrá sumarbústaðaferðar glyðranna myndi hljóma eftirfarandi ef ég fengi að ráða........

1. lagt af stað seinni part á föstudegi, komið í bústað

2. grillað eða elduð ljúffeng humarsúpa

3. spilað fjárhættuspil

4. laugardag, löng gönguferð eða íþróttir utan dyra. Hverskynshreyfing er holl og góð.

5. Potturinn seinni partinn (það er náttla klárt skilyrði að bústaðnum fylgi pottur) slappað af og smá freyðivín jafnvel í pottinum á meðan strákarnir undirbúa grillið

6. veisluhöld og flottur matur

7. annað hvort spilað fjárhættuspil eða partý og co

8. gítarspil

9. gleði, hlátur, dans og söngur að hætti glyðranna

10. lagt af stað heim uppúr hádegi á sunnudegi hress og kát eftir dásemdar helgin

Held að þetta sé upplöggð afslöppun áður en mikill og erfiður prófalestur hefst.

All those in favour say I!!! (og líka hvaða tími hentar ykkur.... enga neikvæðni það er alltaf hægt að breyta vöktum og lesa upp smá texta...)

Bestu kveðjur

ÞURÍ MEIN DRAMA KVÍN!

föstudagur, október 14, 2005

Próf

Kæru vinir,
vinsamlegast ekki freista mín með neinskonar skemmtan næstu 8 daga, kem til með að verða laus úr prísundinni þann 22 október kl 12:00 þá er ég tilbúin í allskyns vitleysu...

Bestu kveðjur,
Þuríður prófastelpa

sunnudagur, október 09, 2005

TAKK TAKK TAKK



Fyrir föstudaginn.. það var ógó gaman, ég er ekki frá því, þessi mynd er klárlega tekin áður en varaliturinn og lætin fóru að aukast. Týndum ýmsu, til dæmis hælnum hennar sigrúnar, æsku Ölmu þegar hún varð ástfangin af Frikka og æru Evu. Ja hér. Myndirnar komnar á netið njótið vel.

föstudagur, september 30, 2005

Góðan daginn!

Góðan daginn krakka rmínir þennan fagra föstudagsmorgunn.
Vil bara minna á hittinginn annað kvöld, enginn má gleyma (Sigrún mín, þetta er allt saman með ráðum gert, vert þú bara heim að leika húsmóður.)
Allir mæta með sitt, vonast til að bróðir hennar Hædíjar komist ekki í matarboðið svo við getum veirð heima hjá henni annars verðum við bara að vera í bílskúrnum heima hjá mér eða út í garði hjá Evu.
Aaaaaaanyways, kiddós, ég er farin að læra Réttarsögu....

blebbs..,
Þuríður

fimmtudagur, september 22, 2005

Well oh Well....

Jæja kiddós hvað segiði??? Hvað er planið fyrir helgina? Mitt er að fara í fyrsta tímann minn í réttarfari á morgun (telst kannski ekki með í helgarplaninu hjá ykkur en mér finnst föstudagur teljast helgi og þá líka bright and early á föstudagsmorgni...)

Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaanyways. Síðan er fótboltamót Orators sem ég veit ekki alveg hvort ég er að nenna á. Það er sem sagt 13:30. Ef einhver er til í að joina mér í fóbó og bjór á reasonable price þá WELCOME... Um kvöldið er síðan tons of free beer.... það er að segja eins lengi og birgðir endast skilst mér. Býst fastlega við að þessar birgðir verði búnar snemma þar sem laganemar eru víst mjög bjórþyrst fólk.

Eftir það er klárlega málið að rölta um bæinn, draga yngri menn á tálar og hóta að berja mann og annan... nei nei nei ég bara segi svona..... aaaahah

Var að horfa á "Leitina" mjög skrautlegt... helmingurinn af þættinum voru myndir af flugvélum, bílum eða íslensku landslagi. Ef þeir voru að leita að einhverjum hlut þá ekkert mál að segja það við hefðum alveg getað rýnt í skjáinn eftir því.. Er samt pínu spennt að sjá hvað kemur útúr þessu öllu saman. Stelpurnar virtust frekar eðlilegar ungar stúlkur og þessi eini bach sem við fengum að sjá minnti mig nú bara svoldið á hann djúpulaugar Matta... en við skulum ekki tala meir um það. Er að hugsa um að vera leiðinleg og draga mor upp á vídjóleigu og leigja svona eins og eina vellu...

bið að heilsa í bili....
...hin kyngimagnaða...

ThP

miðvikudagur, september 21, 2005

Lolly's klukk

1. Það vita ekki allir að ég er myndasögunörd! Á það til að fara í Nexus og missa mig í gleðinni

2. Þegar ég var lítil var mín heitasta ósk sú að vera vampýra. Ég meirasegja sagði vinum mínum að ég hefði verið bitin af vampýru og væri þessvegna orðin alvöru vampýra

3. Skemmtilegasti draumur sem mig hefur dreymt var um rna-sameind sem var að afrita dna sameind og mynda prótein.

4. Ég trúi ekki á Guð (en sem krakki var ég ofsatrúarmanneskja og ætlaði að verða trúboði)

5. Mig langar að lifa á humri og kampavíni það sem eftir er ævi minnar

þriðjudagur, september 20, 2005

Klukkið mitt!

1. skemmtilegasti drykkjuleikur sem ég hef farið í var með vatni. Vatn í skotglösum, samtals rúmir 2 lítrar af vatni á 1 og hálfum tíma. Hef aldrei hlegið eins mikið

2. Mér finnst jólin ekki eins hátíðleg og mér á að finnast þau. Kenni því um að fjölskyldan eyðir þeim ekki saman

3. Ég hef aldrei átt alvöru kærasta

4. Uppáhaldsmaturinn minn er gúllas

5. Það leiðinlegasta sem ég geri er að versla föt. Sérstaklega buxur, þrái að eiga minn eigin innkaupastjóra sem sér um þetta fyrir mig. Þá væri lífið hrein dásemd.

Bestu kveðjur,
Þuríður

mánudagur, september 19, 2005

If I'm not back again this time tomorrow, carry on, carry on

Stjórnarfundur Gullglyðranna Group var haldinn síðastliðið laugardagskvöld á klassastaðnum Thorvaldsen. Mæting var með eindæmum góð, mættir voru allir stjórnarmeðlimir.
Fram fór umræða um stjórnarfyrirkomulag innan fyrirtækisins og farið var yfir skipurit og deildaskipan. Ennfremur var lagt fram frumvarp að lögum um algerlegt og undanþágulaust bann við barneignum stjórnarmeðlima a.m.k. næstu 5 árin. Einhverjir ræðumenn mæltu á móti frumvarpinu til að byrja með en lokaniðurstaða málsins varð sú að frumvarpið var samþykkt af meirihluta stjórnar.
Næst á dagskrá stórfyrirtækisins er vitanlega stórafmæli deildarstjóra hönnunar- og menningasviðs. Mun það fara fram með pompi og pragt næstkomandi þriðjudagsvöld. Ekki verður tekið fram hér hvar gleðin mun fara fram vegna líklegs ágangs fjölmiðla og æstra samkeppnisaðila sem e.t.v. myndu sjá sér leik á borði og stofna til mótmæla eða múgæsingar vegna atburðarins.
Annars er lítið á dagskrá næstu vikurnar hjá Gullglyðrunum Group annað en hið daglega líf, því þó ótrúlegt megi virðast lifa flestir stjórnarmeðlimir fyrirtækisins rólegu og eðlilegu fjölskyldulífi.

lifið heil
kv. Framkvæmdastjóri Pharmacutical and Genetics department Golden Sluts Group

föstudagur, september 16, 2005

hvað er að ske?

í fyrsta skipti í fleiri þúsund ár er ég heima á föstudagskvöldi. OK það er kannski ekkert svo skrítið, en ég er ein heima á föstudagskvöldi og það er ekki snefill af áhugaverðu sjónvarpsefni...
er í ruglinu, búin að bögga alla sem eru online á msn og hlusta á alla geisladiskana mína og búin að horfa á 1 og hálfa friends seríu. Mér leiðist offissíallí.

Anyways beibís! Ætla að bera undir innkaupastjórann þetta með gullhringana, spurning um að ákveða tíma til að máta hringana og setja þá upp. Tilvalið tildæmis á þorláksmessu eða eitthvað slíkt. Svo um eða rétt eftir áramót verður undirritaður stjórnarsáttmáli Gullglyðranna group þar sem allir koma til dæmis með að undirrita samning um trúnað og þagnarskyldu.

Því næst þarf að plana New York baby næsta vor eða sumar. Hvernig þessu verur háttað, fjárhagsáætlun og svo framvegis... hver sá aftur um fjármálin? það var klárlega ekki ég, ég er með fall í stærðfræði....

ble í bili....

föstudagur, september 09, 2005

Réttarfar....

Ég er á þjóbó að lesa um réttarfar, get skki sagt það þetta sé það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur... eeeeeeeeeen jújú nálægt því. 2 gullglyðrur og 1 goldmember halda upp í leiðangur í dag.

2 gullglyðrur löggð´ af stað í leeeiiiðangur,
lipur var þeirra fótgangur!
Takturinn fannst þeim heldur tómlegur,
Svo þær tóku sér member til viðbótar.....

Aaanyways það sem ég vildi sagt hafa... hvenær er næsta stórgullglyðrumót??? hvar??? hvert??? og í hverju á ég að vera ha? sei sei....

Á eftir að sakna ykkar um helgina rúsínurassgöt..