mánudagur, október 31, 2005

NÓ DJÓKING KRAKKAR---eruði ekki sexý??


Fyrir næsta laugardag verður mér og Sigrúnu að batna í bakinu, Ásgeiri að batna kvefið og Ölmu að batna að minnsta kosti hluti af geðveikinni! Við erum nefninlega á leiðinni út sama hvort ykkur líkar betur eða verr. Já krakkar nó djóking, langþráður draumur er að rætast, Eva og Hædí löglega excused, þær þykjast að minnsta kosti hafa eitthvað betra að gera. en HELLO ekki þið hin. Staðfastleg mæting á laugardagskvöld hjá mein drama kvín. ÉG ER EKKI Í GRÍNINU!

Eina vísbendinginer....

Ég þoli ekki mánudag

en skánar strax við þriðjudag

í banastuði fimmtudag, og föstudag og LAUGARDAG

Ég elska stuð og helgarfrí

svolítið sukk og svínarí...

Vil svo eiga sælan sunnudag....

...og slappa af.....!!!!

sunnudagur, október 30, 2005

Jah hér!

Vóæ kiddós, er í sveitinni, legg af stað til AK eftir 19 mínútur... hörkuspennt að koma í bæinn, hér er nett að hvessa svo ég vona svona lala að ég komist í bæinn...
Er búið að vera fínt í sveitinni, læra frá morgni og fram eftir og vinna aðeins um kvöldmatarleytið fara svo til Hörpu í gær og Spila Ísland sem var frekar magnified. Lærði svo að gera heitt súkkulaði í dag svo ég er fullfær um að mixa svolis í bústaðnum. En hejda, pabbi kallar!

kv. Þuríður

þriðjudagur, október 25, 2005

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag!!!




Elsku Sigrúnin okkar á afmæli í dag :) Til hamingju elsku ástin okkar! Við getum án efa öll með hreinskilni sagt að við höfum aldrei nokkurn tímann á ævinni kynnst öðrum eins kvenkosti og henni elsku Sigrúnu... She has it all! Brains, beauty and humour! Takk fyrir góðar stundir elsku Sigrún, megi þær vera mun mun fleiri en þær hafa verið hingað til.

Kossar, knús og dásemdar afmæliskveðjur...
þínir vinir

GULLGLYÐRURNAR
Alma, Ásgeir, Eva, Hædí og Þuríður

þriðjudagur, október 18, 2005

Well oh Well....


það eeeeer komið að því.

Nokkrar glyðrur hittust á kaffihúsi í hádeginu og ræddu aktivítet nóvember mánaðar. Í ljósi þess að miss EVE slut á afmæli í Nóvember þá komumst við að þeirri niðurstöðu að halda þyrfti einhverskonar fagnað en um að gera að breyta út af venjunni í ljósi dramatíseraðra síðustu tveggja helga. (Ásgeir þér er fullkomlega leyfilegt að segja þig úr vinahópnum ef þú vilt í ljósi þess að þú situr alltaf uppi með að hugga okkur........) Aaaaaaaaaaaaanywas... við komumst semsagt að þeirri niðurstöðu að það væri bráðsniðugt að skella sér í sumó svona 1 - 2 nætur eftir því hvað fólki finnst henta sér. Snillingurinn Hædí slut getur fengið bústað í gegnum verkalýðsfélagið á skít og ingen ting. Snilldin er sú að hann er rétt fyrir utan borgarmörkin og því auðveldara fyrir fólk að koma og fara eins og því hentar. Hin idealíska dagskrá sumarbústaðaferðar glyðranna myndi hljóma eftirfarandi ef ég fengi að ráða........

1. lagt af stað seinni part á föstudegi, komið í bústað

2. grillað eða elduð ljúffeng humarsúpa

3. spilað fjárhættuspil

4. laugardag, löng gönguferð eða íþróttir utan dyra. Hverskynshreyfing er holl og góð.

5. Potturinn seinni partinn (það er náttla klárt skilyrði að bústaðnum fylgi pottur) slappað af og smá freyðivín jafnvel í pottinum á meðan strákarnir undirbúa grillið

6. veisluhöld og flottur matur

7. annað hvort spilað fjárhættuspil eða partý og co

8. gítarspil

9. gleði, hlátur, dans og söngur að hætti glyðranna

10. lagt af stað heim uppúr hádegi á sunnudegi hress og kát eftir dásemdar helgin

Held að þetta sé upplöggð afslöppun áður en mikill og erfiður prófalestur hefst.

All those in favour say I!!! (og líka hvaða tími hentar ykkur.... enga neikvæðni það er alltaf hægt að breyta vöktum og lesa upp smá texta...)

Bestu kveðjur

ÞURÍ MEIN DRAMA KVÍN!

föstudagur, október 14, 2005

Próf

Kæru vinir,
vinsamlegast ekki freista mín með neinskonar skemmtan næstu 8 daga, kem til með að verða laus úr prísundinni þann 22 október kl 12:00 þá er ég tilbúin í allskyns vitleysu...

Bestu kveðjur,
Þuríður prófastelpa

sunnudagur, október 09, 2005

TAKK TAKK TAKK



Fyrir föstudaginn.. það var ógó gaman, ég er ekki frá því, þessi mynd er klárlega tekin áður en varaliturinn og lætin fóru að aukast. Týndum ýmsu, til dæmis hælnum hennar sigrúnar, æsku Ölmu þegar hún varð ástfangin af Frikka og æru Evu. Ja hér. Myndirnar komnar á netið njótið vel.